Guðmundur Arnar Þórðarson

Guðmundur Arnar er ráðgjafi og einn af eigendum félagins, hann leiðir upplýsingatækniráðgjöf félagsins.

Hann er með langa reynslu af upplýsingatækni, stjórnun og vöruþróun. Hann hjálpar stjórnendum að takast á við flóknar áskoranir, í umbreytingum, breytingastjórnun og stefnumótun í upplýsingatækni. Nálgun hans byggir á því að brúa tækni og viðskipti, hann finnur einfaldar lausnir á flóknum verkefnum og skapar mælanlegan árangur.

Guðmundur Arnar er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og PMD frá Háskóla Reykjavíkur auk fjölbreyttrar menntunar á sviði upplýsingatækni og verkefnastjórnunar. 

Sérsvið:

  • Framtíðarsýn, stöðumat, þroskamat og vegvísar
  • Stafrænar umbreytingar og innleiðingar
  • UT-stefna og stjórnskipulag
  • Breytingastjórnun og verkefnastjórnun
  • Sjálfvirknivæðing og samþættingar
  • Krísustjórnun og rekstrarumbætur
  • Stefnumiðuð útvistun
  • Öryggisstjórnun/NIS2