Guðmundur Arnar er ráðgjafi og einn af eigendum félagins, hann leiðir upplýsingatækniráðgjöf félagsins.
Hann er með langa reynslu af upplýsingatækni, stjórnun og vöruþróun. Hann hjálpar stjórnendum að takast á við flóknar áskoranir, í umbreytingum, breytingastjórnun og stefnumótun í upplýsingatækni. Nálgun hans byggir á því að brúa tækni og viðskipti, hann finnur einfaldar lausnir á flóknum verkefnum og skapar mælanlegan árangur.
Guðmundur Arnar er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og PMD frá Háskóla Reykjavíkur auk fjölbreyttrar menntunar á sviði upplýsingatækni og verkefnastjórnunar.
Sérsvið:
- Framtíðarsýn, stöðumat, þroskamat og vegvísar
- Stafrænar umbreytingar og innleiðingar
- UT-stefna og stjórnskipulag
- Breytingastjórnun og verkefnastjórnun
- Sjálfvirknivæðing og samþættingar
- Krísustjórnun og rekstrarumbætur
- Stefnumiðuð útvistun
- Öryggisstjórnun/NIS2