Sigríður er ráðgjafi í ráðningum og meðeigandi. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af stjórnunar- og mannauðsmálum og brennur fyrir því að finna rétta fólkið í réttu störfin. Hún hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri hjá Fræðslu og sem forstöðumaður áhafnadeildar hjá Air Atlanta, þar sem hún leiddi ráðningar og mannauðsmál fyrir fjölþjóðlegar áhafnir og tók þátt í krefjandi samningaviðræðum.
Hún er með MPM í verkefnastjórnun og B.Sc. í viðskiptafræði sem gerir hana bæði skipulagða og lausnamiðaða í verkefnum. Sigríður er öflug í leit að hæfileikaríku fólki, er samviskusöm og skipulögð en jafnframt hlý og með góða orku sem gerir það að verkum að bæði umsækjendur og viðskiptavinir finna sig örugga í samskiptum við hana.
Sigríður leggur metnað í að byggja upp traust sambönd og skapa virðisaukandi ráðningarferli. Hún nýtur þess að vinna hratt og markvisst í fjölbreyttu umhverfi og hefur einstaka hæfileika til að greina kjarnann í hverju verkefni og finna bestu lausnina.