Stöðumat upplýsingatæknimála


Tryggðu að upplýsingatæknin styðji við markmið fyrirtækisins. Intellecta býður stöðumat upplýsingatæknimála, greiningu og úrbætur fyrir öruggari og skilvirkari rekstur.

Upplýsingatækni á að auka skilvirkni og styðja vöxt

Upplýsingatækni er lykilþáttur í rekstri nútímafyrirtækja og getur bæði knúið fram nýsköpun og hamlað framþróun ef hún er ekki markviss. Er upplýsingatæknin í þínu fyrirtæki að styðja við stefnumótun og rekstrarmarkmið, eða er hún að skapa hindranir? Hjá Intellecta framkvæmum við ítarlegt stöðumat á upplýsingatæknimálum, metum skilvirkni og veitum stefnumarkandi ráðgjöf sem styður við vöxt og samkeppnishæfni.

Af hverju er stöðumat upplýsingatæknimála mikilvægt?

Ósamræmdar eða úreltar tæknilausnir geta dregið úr framleiðni, skapað öryggisáhættu og valdið erfiðleikum við samþættingu við nýjar lausnir.

Með stöðumati greinum við:

  • Hvort tæknin sé í takt við rekstrarstefnu og framtíðarmarkmið
  • Upplifun starfsfólks, birgja og viðskiptavina af tæknilausnum
  • Skilvirkni upplýsingakerfa og samspil þeirra við rekstur
  • Þroskastig upplýsingatæknistjórnunar (maturity level)
  • Hvort upplýsingatæknin sé hindrun eða drifkraftur fyrir vöxt
  • Hvernig upplýsingatækni styður við viðskiptamarkmið
  • Áhættu vegna arfleifðarkerfa og læstra lausna (e. lock-in)

Lock-in vísar til þeirrar stöðu þegar fyrirtæki eru háð ákveðnum hugbúnaði eða þjónustuaðila og eiga erfitt með að skipta um lausn vegna mikils kostnaðar, tæknilegra hindrana eða samningsbundinna skuldbindinga.

Upplýsingatækni sem drifkraftur eða hindrun

Þegar upplýsingatækni er vel nýtt getur hún stuðlað að sjálfvirknivæðingu, hámarkað nýtingu gagna og stutt við hraðari ákvarðanatöku. Hins vegar geta ósamhæfð kerfi, gamaldags lausnir og tæknilegir flöskuhálsar hægt á nýsköpun og dregið úr sveigjanleika. Til dæmis getur fyrirtæki sem notar mörg ósamhæfð kerfi átt erfitt með að deila gögnum á milli deilda, sem leiðir til tvíverknaðar og hægari ákvarðanatöku. Gamaldags bókhaldskerfi geta takmarkað sjálfvirknivæðingu, sem kallar á óþarfa handvirk inngrip og eykur rekstrarkostnað. Stöðumati er ætlað að varpa ljósi á þessa þætti.

Lausnir fyrir arfleifðarkerfi og læsta stöðu

Margir íslenskir og alþjóðlegir aðilar eru fastir í gömlum upplýsingakerfum eins og sérsniðnum ERP-kerfum, eldri bókhaldskerfum eða sérhönnuðum innanhúskerfum sem erfitt er að uppfæra. Slík kerfi geta verið dýr í rekstri, skort sveigjanleika og hamlað framþróun með því að takmarka samþættingu við nýjar lausnir og draga úr rekstrarhagkvæmni. Við greinum hvernig hægt er að losna úr slíkri stöðu með:

  • Innleiðingu opinna og staðlaðra lausna í stað lokaðra kerfa
  • Notkun skýja- og þjónustulausna til að auka sveigjanleika
  • Þróun gagna- og þjónustumiðaðrar arkitektúrs

Slík nálgun gerir fyrirtækjum kleift að viðhalda samkeppnisforskoti og aðlagast breytingum á markaði með auknum sveigjanleika í tæknilegri innviði.

Frá stöðumati til árangursríkrar innleiðingar

Að lokinni úttekt skilar Intellecta ítarlegri skýrslu með greiningu og tillögum um stefnumarkandi breytingar. Helstu úrbætur geta falið í sér:

  • Uppfærslu á öryggisreglum og áhættustýringu
  • Uppfærslu á nauðsynlegum stefnum og innleiðingu þeirra
  • Sjálfvirknivæðingu rekstrarferla
  • Útskipti eða útleiðingu arfleifðarkerfa (e. legacy)
  • Útvistun, endurútvistun eða innvistun út frá stefnumiðaðri nálgun
  • Aukin fræðsla og aðlögun stjórnskipulags
  • Samþættingu upplýsingatæknikerfa við viðskiptaáætlanir

Við fylgjum verkefnum eftir, veitum ráðgjöf og tryggjum að innleiðing lausna skili raunverulegum ávinningi.

Hvernig getur Intellecta aðstoðað?

Hvort sem þú vilt bæta rekstraröryggi, auka skilvirkni eða undirbúa fyrirtækið fyrir framtíðarþróun í upplýsingatækni, þá er stöðumat fyrsta skrefið. Hafðu samband í dag með tölvupósti, símtali eða bókaðu fund með sérfræðingum okkar. Við hjá Intellecta sérhæfum okkur einnig í ráðgjöf í stefnumótun og ráðningum sérfræðinga, sem styðja við upplýsingatæknistjórnun fyrirtækja.

Intellecta – Þar sem styrkleikar ráðgjafar og ráðninga mætast.

Við veitum frekari upplýsingar:


Guðmundur Arnar Þórðarson

Guðmundur Arnar Þórðarson

Kristján B. Einarsson

Kristján B. Einarsson