Ferilskrá og kynningarbréf

Mikilvægt er að bæði ferilskrá og kynningarbréf séu skýr, vel uppsett og að þau dragi fram hæfni og reynslu á markvissan hátt sem tengist starfinu sem sótt er um.

Ferilskrá

Mikilvægt er að hún sé skýr, ekki of löng og snyrtilega uppsett. Góð regla er að fá einhvern annan til að lesa yfir lokaútgáfu hennar. 

Gott að hafa í huga:

  • Að sníða ferilskránna að starfinu: leggðu áherslu á þá reynslu og hæfni sem tengist beint því starfi sem sótt er um.
  • Hnitmiðað og skýrt: forðastu óþarfa texta og notaðu skýrar fyrirsagnir og stuttar lýsingar á verkefnum og árangri. Gott að miða við 1-2 bls í lengd.
  • Gættu að uppsetningu og yfirferð: vel uppsett ferilskrá með réttri stafsetningu og góðri yfirsýn eykur líkurnar á að hún fái athygli.
Sóllilja Rut Kristbjörnsdóttir á fundi

Sniðmát ferilskráa

Hér má finna tvö sniðmát af ferilskrám:

Ferilskrá – sniðmát 1

Ferilskrá – sniðmát 2

Birna Dís Bergsdóttir að tala í símann inni í fundarherbergi
Hjörvar Sigurðsson upp við marmarann í Intellecta að spjalla við EInar Þór Bjarnason

Kynningarbréf

Kynningarbréf er framlenging af ferilskrá þar sem hægt er að gera ítarlegri grein fyrir því sem einstaklingur hefur fram að færa til ákveðins starfs.

Gott að hafa í huga: 

  • Áhugi og tenging við starfið: útskýrðu af hverju þú hefur áhuga á starfinu og afhverju þú ákvaðst að sækja um.
  • Taktu dæmi um hæfni og árangur: nefndu stutt og skýr dæmi sem sýna hvernig reynsla þín og hæfni nýtist í starfinu.
  • Persónuleg en fagleg: láttu persónulegan tón skína í gegn þannig að bréfið verði eftirminnilegt og einlægt.

Við veitum frekari upplýsingar

Birna Dís Bergsdóttir, prófíl mynd

Birna Dís Bergsdóttir

Helga Birna Jónsdóttir, prófíl mynd

Helga Birna Jónsdóttir

Lea Kristín Guðmundsdóttir, prófíl mynd

Lea Kristín Guðmundsdóttir

Lovísa Kristín Þórðardóttir, prófil mynd

Lovísa Kristín Þórðardóttir

Sigríður Svava Sandholt, prófíl mynd

Sigríður Svava Sandholt

Thelma Kristín Kvaran, prófíl mynd

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon prófíl mynd

Torfi Markússon

Þuríður prófíl mynd

Þuríður Pétursdóttir