Orkuveita Húsavíkur

Húsavík

Starfsmaður í viðhaldsteymi

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir að ráða öflugan einstakling í viðhaldsteymi áhaldahúss. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir drifkrafti, samskiptafærni, umbótasinnuðum hugsunarhætti og með ríka öryggisvitund. Viðkomandi er hluti af viðhaldsteymi sem sinnir hita-, vatns- og fráveitu á starfssvæði Orkuveitu Húsavíkur. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Daglegur rekstur hita-, vatns- og fráveitukerfa
 • Álestur mæla og kerfisvöktun
 • Borholueftirlit 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi
 • Geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
 • Góð öryggisvitund
 • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og drifkraftur
 • Fagleg vinnubrögð, skipulagshæfni og færni í mannlegum samskiptum
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Ökuréttindi skilyrðiOrkuveita Húsavíkur er framsækið og fjölbreytt fyrirtæki sem er samfélagslega mikilvægt til að auka búsetugæði á starfssvæði þess. Nánari upplýsingar um Orkuveitu Húsavíkur má finna á www.oh.is.

Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2022. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511-1225.