Business Central sérfræðingur

Viðskiptavinur Intellecta

Reykjavik

Spennandi þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling með góða þekkingu á upplýsingatækni í fjölbreytt starf. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi ánægju af því að veita góða þjónustu 

Starfssvið:

  • Leiðbeina viðskiptavinum um notkun Business Central / Microsoft Dynamics Nav sem viðkomandi starfsmaður fær þjálfun í
  • Þarfagreiningar og ráðgjöf varðandi notkun kerfa fyrirtækisins
  • Þátttaka í hönnun og framþróun viðkomandi upplýsingatæknilausna varðandi nýjar útgáfur þeirra

Eiginleikar sem óskað er eftir:
  • Góð færni í upplýsingatækni, gjarnan einhver sem hefur verið „súper user“ á sínum vinnustað.
  • Hafa ánægju af því að leiðbeina og ráðleggja viðskiptavinum um notkun viðkomandi kerfa
  • Njóta sín í þarfagreiningum og tillögugerð um úrbætur við þróun lausnanna
  • Reynsla af bókhaldi 
  • Reynsla af notkun ​​​​​Business Central / Microsoft Dynamics Nav er mikill kostur

Í boði er gott starf hjá góðu fyrirtæki með miklum framtíðartækifærum og starfsþróun

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2024. Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. 

Nánari upplýsingar veita Henrietta Þóra Magnúsdóttir ([email protected]) og Torfi Markússon ([email protected]) í síma 511 1225.