Sérfræðingur í greiningum og launum

Viðskiptavinur Intellecta

Reykjavik

Öflugt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða kraftmikla og metnaðarfulla manneskju í starf sérfræðings í greiningum og launum. Kostur væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á jafnlaunakerfi fyrirtækisins
  • Umsjón og miðlun upplýsinga á lykiltölum til framkvæmdarstjóra mannauðs
  • Veitir stjórnendum ráðgjöf og leiðbeiningar gagnvart launakerfinu, launaráðgjöf og launasetningu
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar og hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
  • Reynsla af launa- og mannauðskerfinu H3 og Pay Analytics
  • Reynsla af launaráðgjöf og launavinnslu
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af úrvinnslu gagna og gagnagreiningum
  • Góð færni í íslensku og ensku
     

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2024. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
 
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511-1225.