Lagerstjóri

Þ. Þorgrímsson & Co.

Reykjavík

Þ. Þorgrímsson & Co óskar eftir að ráða drífandi og skipulagðan lagerstjóra til starfa. Um fjölbreytt og skemmtilegt framtíðarstarf er að ræða á samheldnum vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón og ábyrgð á lager og verkstæði
  • Samantekt pantana og eftirfylgni
  • Þátttaka í umbótaverkefnum
  • Samskipti við viðskiptavini og góð samvinna með innkaupastjóra

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Reynsla af sambærilegu starfi
  • Mikil skipulagshæfni, nákvæmni og umbótasinnuð hugsun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleiki og þjónustulund
  • Áhugi og/eða kunnátta á minniháttar viðgerðum er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Lyftarapróf eða önnur vinnuvélaréttindi kostur

Um Þ. Þorgrímsson & Co.:
Þ. Þorgrímsson & Co. var stofnað árið 1942. Fyrirtækið þjónustar byggingamarkaðinn með sölu og þjónustu á hverskonar byggingavörum til klæðninga á loftum, gólfum og veggjum innanhúss sem utan. Má þar helst nefna utanhússklæðningar, þakefni, eldvarnarplötur, glugga og útihurðir. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í hljóðeinangrun fyrir híbýli, verslanir, skrifstofur og iðnað og starfrækir véladeild fyrir byggingaiðnaðinn.

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. 

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.