Tækifæri


Skipuleg söfnun gagna og miðlæg varðveisla frumgagna ásamt samsetningu við önnur gagnasöfn, skapar mörg tækifæri til hagsbóta og framfara fyrir atvinnugreinina

Með markvissri söfnun gagna, aukinni áherslu á gæði þeirra, samtengingu mismunandi gagnasafna og virkri aðgangsstýringu opnast ýmsir áður óþekktir möguleikar til verðmætasköpunar í greininni. Þar má nefna aukið aðgengi háskóla- og vísindasamfélagsins að þessum gögnum auk þess sem notkun gervigreindar verður áhugaverð.

Gagnadrifið og áhættustýrt eftirlit með auðlindinni þar sem söfnun og skil gagna eru til dæmis settar tímaskorður sem eykur vægi þeirra við eftirliti. Með sýnatöku og samkeyrslu stærri gagnasafna má fá betri innsýn í trúverðugleika upplýsinga sem veittar hafa verið svo sem um aflabrögð og aflasamsetningu á tiltekinni veiðislóð á gefnum tíma. Með greiningu á gögnum um niðurstöðu eftirlits og hegðunarmynstur má stilla upp áhættustýrðu eftirliti sem gerir eftirlitið markvissara, yfirgripsmeira og skilvirkara.

Með skipulagðri og samhæfðri sýnatökku, er mögulegt að margfalda gagnaöflun fyrir stofnrannsóknir. Með greiðari aðgangi rannsókna- og þróunarumhverfisins að slíkum gögnum opnast tækifæri fyrir meiri og hraðari gagnagreiningar sem nýtast útgerðirum og vinnslufyrirtækjum til ákvarðanatöku og rekstrar.

Víðtækari og þéttari gagnaraðir um veiðislóð svo sem aflamagn, aflaskipting, togtími/kasttími/veiðitími, veður, hitastig og annað sem varðar veiðar, geta veitt útgerðum og rannsóknaraðilum nýja sýn og þekkingu á auðlindinni. Með slíkum gögnum gæti til dæmis útgerð fengið betri sýn á hvaða veiðislóð er líkleg til að gefa á hverju gefnu tímabili, hvaða fisktegund fæst helst og aðrar aðstæður sem skipta máli.

Stjórnvöld fá betri yfirsýn yfir nýtingu og afkomu auðlindarinnar og stöðu einstakra þátta sem skipta máli við stjórnun hennar. Eftirlitsaðilar eins og LHG/vaktstöð siglinga hafa tiltækar allar upplýsingar á einu bretti sem varðar skip og veiðar.

Miðlægar gagnasöfn og virkar aðgangsstýringar gera fyrirtækjum kleift að stýra hvaða upplýsingum er deilt og hverjum ekki. Þau geta í því trausti safnað alls kynns upplýsingum sem varða annars vegar fiskinn sem þau veiða s.s. aflamagn, tegund og, gæðum og ástandi og svo upplýsingum sem varða kostnað við að sækja aflann eða vinna. Ýmsar ítarupplýsingar tengdar rekstri svo sem orkunotkun geta orðið grunnur að t.d. kolefnisbókhaldi fyrirtækja sem stjórnvöld hafa einnig áhuga á vegna loftlagsmarkmiða sinna.

Betri og dýpri greining gagna til að meta efnahagslegan ávinning t.d. hvers konar veiðar, vinnsla, ráðstöfun orku eru skynsamlegar út frá notkun og kostnaði auðlinda. Um leið er komin þekking eða vitneskja sem getur auðveldað ákvörðun um hvort stöðva eigi veiðar, hverjir fá að veiða í takmörkuðu leyfi eða hvar eigi að sækja meira.

Hér er aðeins tæpt á nokkrum tækifærum en ætla má að hagsmunaaðilar í greininni komi auga á önnur og fleiri tækifæri. Mestu möguleikarnir felast hins vegar í nýsköpun og áður óþekktum mögueikum í úrvinnslu.

Næstu skref

Gögnum sem safnað í sjávarútvegi geta verið atvinnugreininni og hagaðilum hennar óþrjótandi auðlind henni til hagsbóta og ávinnings. Þessi gögn þurfa að vera aðgengileg þeim sem til þess fá heimild með einföldum hætti þar sem þeir geta beitt þekktum og öflugum tólum til úrvinnslu þeirra.

Til að færast nær þessari sýn er lagt til að næstu skref verði að skilgreina og setja upp tækniumhverfi þ.e. meta hvaða tæknilega högun (e. architecture) gæti verið heppilegust til að tryggja markvissa gagnasöfnun og gott aðgengi þeirra sem hafa heimild til notkunar gagnanna á þekktu stöðluðu formi. Íslenska ríkið hefur markað stafræna stefnu með miðar að samtenginu margra aðila sem tryggir m.a. örugg gagnaskipti. Það er sú vegferð sem við mælum með að notuð verði við útfærsluna.

Samhliða þessu er nauðsynlegt að setja upp vinnuhóp hagsmunaðila sem kemur með hugmyndir um hagnýt gagnaverkefni. Þeim verkefnum verði forgangsraðað og byrjað á einföldu forverkefni/verkefnum

Við veitum frekari upplýsingar:


Einar Þór Bjarnason

Einar Þór Bjarnason