Business Central Arkitekt
Wise
Reykjavík
Ertu skapandi og lausnamiðaður einstaklingur með brennandi áhuga á tæknilausnum?
Wise óskar eftir að ráða Business Central arkitekt sem tekur þátt í að móta framtíð hugbúnaðarlausna. Viðkomandi yrði í nánu samstarfi við þróunarteymi Wise til að tryggja gæði, móta tæknilega stefnu og leiða framúrskarandi lausnir sem skapar virði fyrir viðskiptavini.
Ef þú hefur gaman af því að takast á því krefjandi verkefni, vinna í teymi og hefur ástríðu fyrir nýsköpun, þá er Wise að leita að þér!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun, arkitektúr og þróun hugbúnaðarlausna fyrir Business Central
- Mótun tæknilegrar stefnu í takt við framtíðarsýn Wise
- Veita þróunarteymi ráðgjöf og leiðsögn til að tryggja gæði og skilvirkni
- Skilgreina og viðhalda stöðlum og ferlum fyrir hugbúnaðarþróun
- Framkvæma kóðarýni og leggja til nýjungar og tæknilegar lausnir
- Tryggja að verkefni gangi samkvæmt áætlun og nái settum markmiðum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Ástríða fyrir vönduðum og vel skrifuðum kóða
- Lausnamiðuð nálgun og færni í að leysa flóknar tæknilegar áskoranir
- Frumkvæði, sterk samvinnuhæfni og geta til að leiða teymi
- Góð samskiptafærni og hæfni til að skilja og vinna með þarfir hagaðila
- Áhugi á sjálfvirknivæðingu og nýjungum í tækniþróun
Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is . Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Upplýsingar veita Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir (lea@intellecta) í síma: 511-1225.