Verkefnastjóri erlends samstarfs - Brussel
Samorka
Brussel
Hefurðu brennandi áhuga á orku- og veitustarfsemi og evrópsku samstarfi ?
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, hyggst efla erlent samstarf sitt með því að ráða verkefnastjóra erlends samstarfs í fullt starf með aðsetur í Brussel. Viðkomandi mun hafa vinnuaðstöðu á Norrænu orkuskrifstofunni þar sem norræn systursamtök Samorku starfa og mun hafa það hlutverk að vera málsvari samtakanna og íslenska orku- og veitugeirans. Ráðningin verður tveggja ára tilraunaverkefni með mögulegri framlengingu byggt á árangri af starfseminni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Þátttaka í norrænu og evrópsku samstarfi við erlend systursamtök
- Vöktun á þróun Evrópureglna á starfssviði samtakanna
- Miðlun frétta og efnis um löggjöf og tækniþróun orku- og veitustarfsemi í Evrópu
- Skipulag og umsjón með hagsmunagæslu Samorku gagnvart evrópskum stofnunum
- Skipulagning viðburða og heimsókna á vegum samtakanna eða aðildarfyrirtækja
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun s.s. á sviði lögfræði, hagfræði, stjórnmálafræði eða önnur menntun sem nýst getur í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og tengslamyndun
- Reynsla af því að koma fram og skýra flókin úrlausnarefni á einfaldan hátt
- Brennandi áhugi á orku- og veitutengdum málefnum og alþjóðlegu samstarfi
- Framúrskarandi enskukunnátta en stór hluti samskipta fara fram á því tungumáli
- Geta til að setja sig inn í flókin úrlausnarefni á skömmum tíma
- Reynsla af stjórnsýslu erlendis, sambærilegu starfi í Brussel, starfi í hagsmunasamtökum eða orku- og veitutengdri starfsemi er kostur
- Framúrskarandi íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Kunnátta á Norðurlandamáli, frönsku eða þýsku er kostur
Um Samorku:
Hjá Samorku starfar metnaðarfullur og samhentur hópur starfsmanna. Aðildarfélög Samorku eru um 50 orku- og veitufyrirtæki um allt land og eru samtökin aðilar að Samtökum atvinnulífsins.
Stefna Samorku er að Ísland verði áfram leiðandi og fyrirmynd annarra þjóða í nýtingu grænnar orku. Við vinnum í átt að markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutleysi og að Ísland verði knúið og kynt með grænni orku sem unnin er með sjálfbærum og ábyrgum hætti innanlands.
Samorka á í margvíslegu erlendu samstarfi og er m.a. aðili að Eurelectric samtökum evrópska raforkuiðnaðarins, samtökum um orkuvinnslu með vindorkunýtingu og nýtingu jarðvarma, Windeurope og European Geothermal Energy Council. Samorka er einnig aðili að EurEau sem tekur til fyrirtækja í rekstri hvers konar vatnsinnviða.
Nánar má heyra fjallað um starfið hér: Fréttir | RÚV Sjónvarp og Morgunvaktin | RÚV Útvarp (viðtal hefst á 56. mínútu)
Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2024. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]), Sigríður Svava Sandholt ([email protected]). Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.