Yfirvaktstjóri

Secret Lagoon

Flúðir

Secret lagoon, óskar eftir öflugum og metnaðarfullum starfskrafti í stöðu yfirvaktstjóra. Leitað er að skipulögðum einstaklingi sem hefur reynslu af því að stýra vöktum og hefur áhuga á að starfa í lifandi umhverfi. Um fullt starf er að ræða með staðsetningu á Flúðum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á daglegum rekstri
  • Umsjón með mannauðsmálum
  • Samskipti við viðskiptavini og þjónustuaðila
  • Þjálfun og fræðsla til nýrra starfsmanna
  • Umsjón og ábyrgð á öryggismálum
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Reynsla af sambærilegum störfum, svo sem á baðstöðum, er kostur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af ferðaþjónustu er kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, þjónustulund og lausnamiðað viðhorf
  • Frumkvæði og leiðtogahæfni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Um Secret Lagoon
Secret lagoon, eða Gamla laugin eins og hún er gjarnan kölluð, er elsta sundlaug landsins. Laugin var fyrst byggð árið 1891 en síðar endurbyggð í upprunalegri mynd árið 2014. Umhverfis laugina eru margir hverir og er laugin 38-40°C heit allt árið um kring. Nánari upplýsingar er að finna á secretlagoon.is
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Aðstoð er veitt við að útvega húsnæði á svæðinu.

Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.