Sviðsstjóri fjármálaþjónustu

Fjársýslan

Reykjavík

Fjársýslan leitar að öflugum leiðtoga fyrir nýtt svið fjármálaþjónustu.
Fjársýslan veitir ríkisaðilum fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf á sviði opinberra fjármála, mannauðs og innkaupa og leggur áherslu á framþróun og umbætur í ríkisrekstri. 

Við leitum að drífandi leiðtoga sem hefur metnað og getu til að leiða virðisaukandi ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu á nýju sviði fjármálaþjónustu. Nýr sviðsstjóri verður í lykilhlutverki við að nýta margvísleg tækifæri til aukinnar sjálfvirknivæðingar, hagnýtingu gagna og gervigreindar. 

Helstu verkefni og ábyrgð:
Hlutverk og markmið sviðs fjármálaþjónustu er að veita ríkisaðilum fjölbreytta þjónustu, allt frá áætlanagerð til bókhalds og framsetningar uppgjöra og ríkisreiknings.
Áhersla er á samþættingu ferla, aukna skilvirkni og að þróa virðisaukandi fjármálaráðgjöf og þjónustu viðskiptavinum til ávinnings.
Sviðsstjóri heyrir beint undir fjársýslustjóra og er hluti af framkvæmdastjórn.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Grunn- og meistaragráða á háskólastigi sem nýtist í starfi
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
  • Góð reynsla í að leiða stafræn umbótaverkefni, breytingastjórnun og endurhönnun ferla
  • Farsæl reynsla af fjármálaráðgjöf, bókhaldi og uppgjörsvinnu 
  • Frumkvæði, faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Mjög góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Um 100% starf er að ræða og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármála- og efnahagsráðherra og viðeigandi stéttarfélags. Við ráðningu í starfið er farið eftir jafnréttisstefnu Fjársýslunnar.

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.