Leikskólastjóri
Húnaþing vestra
Hvammstangi
Sveitarfélagið Húnaþing vestra óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Ásgarð. Ráðið er í stöðuna frá 1. febrúar 2025 eða eftir samkomulagi. Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans. Leitað er eftir drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi.
Leikskólinn Ásgarður er þriggja deilda leikskóli. Í leikskólanum eru um 60 börn á aldrinum eins til fimm ára og starfa um 18 starfsmenn hjá skólanum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerðum um málefni leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins.
- Að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
- Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun.
- Þátttaka í stefnumörkun á sviði málaflokksins og innleiðing stefnu.
- Þátttaka í samstarfi við aðila í skólasamfélagi sveitarfélagsins.
- Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er æskileg.
- Kennslureynsla á leikskólastigi.
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Þekking á rekstri og áætlanagerð.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður.
- Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
- Hreint sakavottorð.
Um Húnaþing vestra:
Húnaþing vestra er staðsett miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins með um 600 íbúa en heildarfjöldi íbúa er um 1260.
Húnaþing vestra er fjölskylduvænt samfélag með hátt þjónustustig, metnaðarfullt leik-, grunn- og tónlistarskólastarf ásamt því að rekin er dreifnámsdeild frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á staðnum. Gott framboð er af íþrótta- og tómstundastarfi. Sveitarfélagið er útvistarparadís, með góða sundlaug, íþróttahús og fjölbreytt félagsstarf. Blómlegt menningarlíf er til staðar. Hjá sveitarfélaginu starfa um 120 manns.
Nánari upplýsingar má finna á www.hunathing.is.
Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör taka mið af kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt samþykktum um stjórn sveitarfélagsins ræður sveitarstjórn leikskólastjóra. Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings eru öll kyn hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.