Ferðaráðgjafi
Iceland Encounter
Reykjavík
Hefur þú áhuga á að skapa ógleymanlegar upplifanir fyrir vandláta ferðamenn? Iceland Encounter óskar eftir að ráða drífandi og hugmyndaríkan einstakling í starf ferðaráðgjafa.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og sala á vönduðum ferðum um Ísland þar sem áhersla er lögð á einstakar upplifanir
- Samskipti við erlendar ferðaskrifstofur og söluaðila sem sérhæfa sig í ferðum fyrir kröfuharða viðskiptavini
- Samskipti við íslenska birgja og leiðsögumenn og tryggja að þjónusta og upplifun viðskiptavina verði eins og best verður á kosið
- Tilboðsgerð og undirbúningur ferðagagna ásamt annarri skjalavinnu
- Þátttaka í öðrum verkefnum sem styðja við framgang fyrirtækisins og íslenskrar ferðaþjónustu
- Minnst tveggja ára reynsla af sambærilegu starfi
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Nákvæm vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og hugmyndaauðgi
- Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Mjög góð tölvukunnátta, einkum á Word, Excel og Outlook
Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2024. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.