Alexander hefur starfað í nokkur ár sem ráðgjafi á sviði upplýsingatækni þar sem hann hefur unnið við sjálfvirknivæðingu ferla og fleira. Alexander starfaði áður hjá Netcompany í Danmörku þar sem hann var ráðgjafi fyrir skattayfirvöld með það að markmiði að auka skilvirkni og sjálfvirknivæða handvirka vinnu í kerfinu.
Alexander er með B.Sc. gráðu í hátækniverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá DTU með áherslu á sjálfvirkni og róbóta.