Ragnheiður starfar sem stjórnendaráðgjafi og verkefnastjóri í upplýsingatækni.
Hún hefur í mörg ár stýrt stórum verkefnum í innleiðingu stafrænna lausna hjá opinberum aðilum sem og stórum íslenskum fyrirtækjum, hvort sem er hugbúnaðarverkefni eða stefnumótandi umbótaverkefni. Verkefnin hafa ýmist verið á sviði hugbúnaðarþróunar, rekstrar og þjónustu, sem og við verkefni sem tengjast innleiðingu stefnu.
Haldgóð menntun og víðtæka reynslu í heimi upplýsingatækni hefur gagnast Ragnheiði vel í að setja sig inn í vandamál viðskiptavina, átta sig á samhengi hluta, nýta breytingastjórnun og móta skilvirkar stafrænar lausnir.
Ragnheiður er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun.