Suðurnesjabær
Suðurnes
Sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs Suðurnesjabæjar
Vilt þú taka þátt í uppbyggingu á ört stækkandi sveitarfélagi á Suðurnesjum?
Suðurnesjabær óskar eftir að ráða metnaðarfullan, jákvæðan og drífandi einstakling í starf sviðsstjóra nýs sviðs sem fer með málefni er snúa að menntun, íþróttum og tómstundum. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni til að móta og leiða öflugan hóp starfsmanna í góðu samstarfi við önnur svið og íbúa sveitarfélagsins.
Sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs ber ábyrgð á daglegri starfsemi sviðsins og þeim málaflokkum sem heyra þar undir auk þess að hafa yfirumsjón með málefnum leik-, tónlistar- og grunnskóla, íþrótta- og tómstundamálum og forvarnarmálum. Suðurnesjabær sinnir velferðar- og menntamálum fyrir Sveitarfélagið Voga á grundvelli samnings á milli sveitarfélaga.
Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og situr í framkvæmdastjórn sveitarfélagsins. Um 100% starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á daglegum rekstri, starfsemi og framþróun sviðsins
- Ábyrgð á þeim málaflokkum sem falla undir sviðið
- Ábyrgð á rekstri stofnana sem heyra undir sviðið
- Ábyrgð á fjármálum og áætlanagerð sviðsins
- Yfirumsjón með stefnumótandi verkefnum á sviði fræðslu-, íþrótta- og tómstundamála
- Frumkvæði að þróun og innleiðingu verkferla, nýjunga og umbóta
- Samstarf við aðra sviðsstjóra sveitarfélagsins
- Ábyrgð á veitingu sérfræðiþjónustu innan sviðsins í samvinnu við aðra stjórnendur og starfsfólk og tryggja tengingu hennar þvert á málaflokka
- Innleiðing á samþættri þjónustu vegna farsældar barna
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. uppeldis- og menntunarfræði, kennslufræði eða annað grunnnám
- Framhaldsmenntun á háskólastigi, s.s. á sviði menntavísinda eða stjórnunar er æskileg
- Leyfisbréf kennara er skilyrði
- Leiðtogahæfni og farsæl stjórnunarreynsla ásamt reynsla af því að leiða breytingar
- Reynsla af stefnumótun, rekstri og teymisvinnu
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
- Þekking og reynsla af málaflokkum sviðsins er kostur
- Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Þjónustulund, áræðni og drifkraftur
- Mjög gott vald á íslensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Um Suðurnesjabæ:
Suðurnesjabær er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar rúmlega 4.000 talsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og samanstendur af íbúakjörnunum Garði og Sandgerði. Sveitarfélagið er ört stækkandi en mikil uppbygging er framundan, fjölgun íbúa og spennandi tækifæri til framtíðar á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á www.sudurnesjabaer.is.
Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2023. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Helga Birna Jónsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.