RARIK

Án staðsetningar

Leiðtogi þjónustuvers

Langar þig að taka stökkið og verða hluti af liðsheild sem innleiðir þriðju orkuskiptin á Íslandi?

Við leitum að atorkusömum og ráðsnjöllum leiðtoga fyrir þjónustuver RARIK. Það væri best ef þú hefðir reynslu af nútímalegu þjónustuveri og þekkingu sem gerir okkur kleift að standa okkur betur og betur.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á daglegum rekstri teymisins
  • Ábyrgð á þjálfun og fræðslu starfsfólks
  • Þátttaka í mótun ferla og umbótavinnu

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Reynsla af rekstri og stjórnunarstörfum er skilyrði
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af CRM kerfi
  • Jákvætt hugarfar og þjónustulund
  • Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
  • Góð tölvukunnátta og áhugi á stafrænum lausnum
  • Frumkvæði, metnaður og lausnamiðuð hugsun
  • Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni
  • Afbragðs færni til að tjá sig í ræðu og riti

Nýju skipulagi fylgja ný tækifæri. Með teymisvinnu og öflugri liðsheild náum við lengra. Öll störfin eru án staðsetningar og leggjum við áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika mannauðs. Við tökum vel á móti öllum.

Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (
[email protected]) og Henrietta Þóra Magnúsdóttir ([email protected]).