Menntasjóður námsmanna

Reykjavik

Starfsmaður í afgreiðsludeild

Menntasjóður námsmanna (MSNM) óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf í afgreiðsludeild sjóðsins. 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Móttaka viðskiptavina   
  • Svörun almennra fyrirspurna í móttöku sjóðsins  
  • Flokkun, skönnun og skráning skjala og tölvupósts
  • Símsvörun á skiptiborði

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun
  • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku

Menntasjóður námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Hjá MSNM starfa um 40 starfsmenn. Gildi sjóðsins eru: fagmennska, samstarf og framsækni. Nánari upplýsingar má finna á www.menntasjodur.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2022. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Fræðagarð stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Hafdís Ósk Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.