Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Reykjavík

Lögfræðingur

FSRE óskar eftir að ráða framsýnan lögfræðing með ríka samskiptahæfni í miðlægt lögfræðiteymi.

Starfið heyrir undir nýtt miðlægt lögfræðiteymi sem mun veita stjórnendum og starfsfólki FSRE stoðþjónustu við lögfræðileg málefni og veitir innkaupastefnu stofnunarinnar eftirfylgni. Einingin heyrir undir aðallögfræðing FSRE og eru verkefnin fjölbreytt og krefjandi og snerta m.a. umsýslu, rekstur og innkaupamál vegna eignasafns FSRE en undir það falla fasteignir, jarðir og auðlindir. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Lögfræðileg ráðgjöf og stoðþjónusta til forstjóra, framkvæmdastjórnar og starfsfólks
 • Rýni samninga vegna útboðsverkefna og tengdra ráðgjafar- og eftirlitsþátta
 • Rýni samninga vegna húsnæðisöflunar og annarra fjárfestingatengdra samninga
 • Gerð umsagna og svör við fyrirspurnum
 • Verkefni á sviði persónuverndarmála stofnunarinnar
 • Þátttaka í framþróun útboðs- og samningsforma vegna útboðsverkefna og leiguverkefna
 • Stuðningur við aðallögfræðing og önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Embættis- eða fullnaðarpróf í lögum.
 • Lögmannsréttindi kostur.
 • Þekking á sviði verktakaréttar er kostur.
 • Þekking á sviði opinberra innkaupa er kostur.
 • Þekking á sviði fasteignamála er kostur.
 • Þekking á sviði samningsréttar er krafa og að lágmarki eins árs reynsla af gerð samninga er krafa.
 • Reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur.
 • Áhugi á stafrænum lausnum er kostur 
 • Mjög góð samskiptahæfni, þjónustulund og jákvæðni.
 • Færni í að koma upplýsingum og texta frá sér á skýran og skilmerkilegan hátt.
 • Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli. Þekking á norðurlandamáli er kostur.

Um Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir:
Framkvæmdasýslan og Ríkiseignir sameinuðu nýverið krafta sína undir heitinu Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE). Sameinuð stofnun þróar og rekur aðstöðu á vegum ráðuneyta, stofnana og annarra ríkisaðila og gegnir með því mikilvægu hlutverki í þjónustu við borgarana. Við erum í dag rúmlega 60 starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn og byggjum saman á gildunum: FRAMSÝNI, SAMVINNA OG FAGMENNSKA. Eignasafn FSRE samanstendur af 530 þúsund m² húsnæðis í 380 eignum auk um 300 jarða og landsvæða. Um þessar mundir vinnum við að um 130 þróunarverkefnum sem snerta flest svið mannlífsins; s.s. heilbrigðis- og velferðarmál, menningu, menntun, löggæslu, dómskerfi, náttúru og friðlýst svæði. Framundan eru spennandi tímar í þróun sameinaðrar stofnunar og lifandi vinnustaðar. Við leitum því að jákvæðu og drífandi fólki sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í vegferðinni með okkur. Nánari upplýsingar er að finna inn á www.fsre.is

Umsóknarfrestur er til og með 22.08 2022. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um störfin. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Hafdís Ósk Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.