RARIK

Án staðsetningar

Dynamics AX forritari

Langar þig að taka stökkið og verða hluti af liðsheild sem innleiðir þriðju orkuskiptin á Íslandi?

Deilir þú metnaði okkar að ná því besta úr því fullkomnasta? AX 2012 spilar lykilhlutverk í starfsemi RARIK. MECOMS er AX viðbót en það er evrópskt kerfi sem er sérstaklega skrifað fyrir veitu- og orkusölufyrirtæki í AX 2012. Á næstu árum hefst síðan vegferðin yfir í skýjalausn MECOMS sem byggir á Dynamics 365. Ef þú ert að tengja er þetta starf svo sannarlega fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Forritun í AX 2012
  • Samþætting AX kerfisins við önnur upplýsingatæknikerfi RARIK í gegnum vefþjónustur
  • Þátttaka í vegferð RARIK í átt til skýjalausna Dynamics 365

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Að minnsta kosti þriggja ára reynsla af forritun í AX 2012 í kröfuhörðu umhverfi
  • Reynsla af samþættingu AX 2012 við vefþjónustur
  • Jákvætt hugarfar og þjónustulund
  • Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
  • Góð tölvukunnátta og áhugi á stafrænum lausnum
  • Frumkvæði, metnaður og lausnamiðuð hugsun
  • Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni

Nýju skipulagi fylgja ný tækifæri. Með teymisvinnu og öflugri liðsheild náum við lengra. Öll störfin eru án staðsetningar og leggjum við áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika mannauðs. Við tökum vel á móti öllum.

Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veita Henrietta Þóra Magnúsdóttir (
[email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]).