Friðrik A Jónsson

Reykjavík

Tæknimaður í tæknideild

Friðrik A. Jónsson ehf. leitar að tæknimanni í tæknideild fyrirtækisins. Starfið felst í uppsetningum, viðgerðum og almennu viðhaldi á raftækja- og tæknibúnaði. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Uppsetning á tæknibúnaði
 • Uppfærslur og uppsetning á tölvubúnaði
 • Lagna- og tengivinna
 • Bilanaleit og viðgerðir á raf- og hugbúnaði
 • Tæknileg ráðgjöf um val á búnaði fyrir viðskiptavini

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi
 • Samskiptahæfni og þjónustulund
 • Aðlögunarhæfni, sveigjanleiki og jákvæðni
 • Íslensku- og enskukunnátta er skilyrði

Vinnuumhverfi og fríðindi
 • Bifreið til afnota
 • Farsími og fartölva
 • Vinnufatnaður

Friðrik A Jónsson ehf. (FAJ) er rótgróið og þekkt fyrirtæki í þjónustu á tæknibúnaði fyrir skip og báta með áherslu á siglingatæki, fiskileitartæki, fjarskiptatæki, ljósabúnað og annan rafeindatæknibúnað. FAJ flytur inn og selur mest af þeim tækjum, ásamt almennum rekstri á þjónustuverkstæði sem er vel tækjum búið og sér um uppfærslur, uppsetningar og viðgerðir á rafeindabúnaði.


Við bjóðum upp á góða starfsmannaaðstöðu og virkt starfsmannafélag með reglulegar starfsmannaferðir. Góður starfsandi er hjá FAJ og fær starfsfólk frelsi til að móta starf sitt.
Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.