Endurvinnslan hf.

Reykjavik

Mannauðsstjóri (50% starf)

Endurvinnslan hf. óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf mannauðsstjóra. Um nýtt starf er að ræða og er starfshlutfall 50%.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk í mannauðsmálum
 • Umsjón með fræðslumálum, ráðningum og móttöku nýliða
 • Umsjón með vinnuvernd, heilsu og öryggi starfsfólks
 • Umsjón og framkvæmd starfsmannasamtala
 • Uppsetning, eftirfylgni og kynning á mannréttinda- og jafnréttisstefnu sem snýr að mannauðsmálum
 • Umsjón með starfsmannahandbók
 • Framkvæmd launavinnslu og umsjón með jafnlaunavottun
 • Aðstoð og skipulagning viðburða
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólamenntun á sviði mannauðsmála
 • Starfsreynsla á sviði mannauðsmála
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð leiðtogahæfni, jákvæðni, frumkvæði og þjónustulund
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Mjög góð tölvukunnátta
 • Þekking á gæðamálum er kostur

Um vinnustaðinn:
Endurvinnslan hf. var stofnuð árið 1989 og rekur skilakerfi fyrir drykkjarumbúðir. Ástæða stofnunar fyrirtækisins var náttúru- og umhverfisvernd þó vonir stæðu til að hægt yrði að endurvinna umbúðirnar sem smám saman varð að veruleika. Endurvinnslan sér um móttöku, ásamt umboðsmönnum sínum, allra einnota drykkjarvöruumbúða hérlendis, greiðir út skilagjald, undirbýr til útflutnings og selur til endurvinnslu u.þ.b. 1200 tonn af áli á ári og 1.400 tonn af plasti. Hjá Endurvinnslunni starfa 30 starfsmenn. Sjá nánari upplýsingar á www.endurvinnslan.is.

Umsóknarfrestur er til og með 2. október. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.