Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum

Fjársýslan

Reykjavík

Viltu hafa áhrif, nýta innkaupamátt hins opinbera og gera betri samninga? 

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á að auka hagkvæmni í opinberum rekstri með gerð miðlægra samninga um innkaup hins opinbera. Árlega nema innkaup ríkisins um 300 ma.kr., og eru tækifærin því mörg.

Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum tekur þátt í mótun innkaupamála hjá ríkinu ásamt því að koma að viðskiptaumsjón, forgangsröðun samninga og vöruflokkastjórnun. Í starfinu er lögð áhersla á betri nýtingu gagna til gagnadrifinnar ákvarðanatöku og umbóta í starfsemi ríkisins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þátttaka í þróun og framkvæmd stefnumótandi innkaupa og virðisaukandi greininga
 • Ráðgjöf til opinberra aðila og annarra samstarfsaðila
 • Verkefnastjórnun og viðskiptaumsjón
 • Samningagerð
 • Upplýsinga- og fræðslumiðlun í ræðu og riti

Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
 • Greiningarhæfni, rökhugsun og lausnamiðuð nálgun
 • Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þekking og reynsla af rekstri er kostur
 • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt jafnt sem og í teymi
 • Góð færni í Excel og PowerPoint krafa, þekking á PowerBi er kostur
 • Góð færni í að miðla efni í ræðu og riti á bæði íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Um 100% starf er að ræða og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármála- og efnahagsráðherra og viðeigandi stéttarfélags. Við ráðningu í starfið er farið eftir jafnréttisstefnu Fjársýslunnar.

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.