Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs

Fiskistofa

Akureyri

Fiskistofa óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf sviðsstjóra veiðieftirlitssviðs á Akureyri. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið heyrir undir fiskistofustjóra og mun viðkomandi sitja í yfirstjórn Fiskistofu.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Ábyrgð á daglegri starfsemi sviðsins
 • Áætlanagerð og markmiðasetning
 • Stjórnun og stuðningur við mannauð
 • Verkefna- og breytingastjórnun
 • Ábyrgð á áhættugreiningu í þágu veiðieftirlits og áhættustýrðu veiðieftirliti
 • Frumkvæði að þróun veiðieftirlits og hagnýtingu tækninýjunga í eftirliti
 • Yfirumsjón með samskiptum við erlenda aðila vegna verkefna sem undir sviðið heyra og vinnur að eflingu samstarfs á þeim vettvangi

Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Háskólamenntun á meistarastigi er kostur
 • Þekking og/eða reynsla af sjávarútvegi
 • Farsæl reynsla eða menntun í stjórnun
 • Leiðtogahæfileikar, árangursdrifni og þrautseigja
 • Góð færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
 • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku og góð hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti

Um Fiskistofu:
Fiskistofa er stjórnsýslu og eftirlitsstofnun sem heyrir undir matvælaráðuneytið. Fiskistofa fer með framkvæmd laga á sviði fiskveiðistjórnunar og lax og silungsveiða. Helstu verkefni Fiskistofu eru veiting veiðileyfa, úthlutun aflaheimilda og eftirlit með fiskveiðum og vigtun á sjávarafla ásamt því að safna og miðla upplýsingum um framangreinda málaflokka. Fiskistofa sinnir eftirliti sínu við fiskveiðistjórnun á sex starfsstöðvum á Íslandi. Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru á Akureyri. Nánari upplýsingar má finna á www.fiskistofa.is.
Í launastefnu sinni leggur Fiskistofa áherslu á að greiða samkeppnishæf laun og hefur stofnunin hlotið jafnlaunavottun. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, af öllum kynjum og aldri, eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Elín Björg Ragnarsdóttir ([email protected])