Kennarar

Skaftárhreppur

Kirkjubæjarklaustur

Klaustur kallar!
Nýr sameiginlegur skóli á Kirkjubæjarklaustri, Kirkjubæjarskóli, auglýsir eftir kennurum fyrir skólaárið 2024-2025.
Lausar eru stöður umsjónarkennara á yngsta,-mið- og unglingastigi, staða verkgreinakennara auk íþrótta-og sundkennara. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Í boði er viðbótarkennsla í stærðfræði og náttúrufræði á mið- og unglingastigi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Sérhæfing á grunnskólastigi er æskileg
  • Kennslureynsla er æskileg
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð

Í Kirkjubæjarskóla verða um 50 nemendur í 1.-10. bekk skólaárið 2024-2025 og er tveimur til þremur árgöngum kennt saman. Skólinn er Heilsueflandi grunnskóli og starfar samkvæmt hugmyndafræði Jákvæðs aga.
Einkunnarorð skólans eru kærleikur-bjartsýni-samvinna og er lögð áhersla á að þau orð einkenni skólastarfið. Nánari upplýsingar um Kirkjubæjarskóla má finna á www.kbs.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.