Leikskólakennarar og starfsfólk á leikskóla

Skaftárhreppur

Kirkjubæjarklaustur

Klaustur kallar!
Lausar eru til umsóknar stöður leikskólakennara, stuðningsfulltrúa og leiðbeinenda í störf við leikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri. Um 100% starfshlutfall er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Stundvísi og góð ástundun
  • Hreint sakavottorð

Heilsuleikskólinn Kæribær er tveggja deilda leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Í leikskólanum Kærabæ er áhersla lögð á að draga úr umfangi sorps og að virðing fyrir umhverfinu verði sjálfsagður þáttur í öllu starfi leikskólans.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá, meðmælendur og afrit af leyfisbréfi auk sakavottorðs. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Leikskólinn áskilur sér rétt til að hafna umsóknum sem ekki uppfylla þau skilyrði sem til þarf. Við hvetjum öll kyn til að sækja um skemmtilegt starf.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.