Skjalastjóri varnartengdra verkefna
Landhelgisgæsla Íslands
Suðurnes
Landhelgisgæsla Íslands (LHG) óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf skjalastjóra. Viðkomandi ber ábyrgð samhæfingu og umsjón með gagna- og skjalasöfnum Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi ásamt þjálfun og stuðningi við notendur. Auk þess sinnir viðkomandi öðrum tengdum sérhæfðum verkefnum á sviði skjalamála og annarra trúnaðarganga á sviði varnarmála. Um er að ræða samstarfsverkefni varnarmálasviðs Landhelgisgæslu Íslands og varnarmálaskrifstofuutanríkisráðuneytisins. Starfsstöðvar verða á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og að hluta til í utanríkisráðuneytinu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Gerð handbókar, innleiðing hennar og þjálfun starfsmanna
- Innleiðing, rekstur og viðhald skjalasafns
- Flokkun og skráning eldri gagna og uppbygging geymslusvæða
- Móttaka skjala og erinda ásamt því að tryggja rétta og tímanlega afgreiðslu þeirra
- Rekstur miðlægs skjalasafns
- Eftirlit með notkun, geymslu og eyðingu skjala
- Eftirlit, þjálfun, upplýsingamiðlun og ráðgjöf til notenda
- Gerð og viðhald leiðbeininga og áætlana ásamt skýrslugerð
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. í bókasafns- og upplýsingafræði
- Reynsla af notkun rafrænna skjalastýringarkerfa
- Þekking og reynsla af stafrænu umbreytingarferli er kostur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að leiða umbætur
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulagshæfileikar
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvukunnátta og ökuréttindi
- Áhugi á varnarmálum
- Búseta á Suðurnesjum er kostur
Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.
Um Landhelgisgæsluna:
Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu kringum landið. Landhelgisgæslan fer með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála sbr. varnarmálalög nr. 34/2008, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi – Þjónusta - Fagmennska.
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is
Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir í síma 511 1225.