Sérfræðingur í lyfjaskráningum

Lyfjastofnun

Reykjavík

Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í skráningum lyfja. Starfið heyrir undir markaðsleyfadeild og er á sviði mats og skráningar lyfja. Leitað er að jákvæðum, drífandi og nákvæmum einstaklingi. Um 100% starf er að ræða og er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Mat og afgreiðsla umsókna um ný markaðsleyfi
  • Mat og afgreiðsla breytinga og viðhald á útgefnum markaðsleyfum
  • Mat og þýðingar á lyfjatextum
  • Ráðgjöf um skráningarmál
  • Erlent samstarf við aðrar lyfjastofnanir

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Háskólapróf, s.s. af heilbrigðis- eða raunvísindasviði
  • Þekking og/eða reynsla á sviði lyfjaskráninga er kostur
  • Þekking á lyfjaskráningakerfum er kostur
  • Þekking á íslenskri og evrópskri lyfjalöggjöf er æskileg
  • Mjög góð skipulagshæfni, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Mjög góð teymisvitund, samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Nákvæmni, skilvirkni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð tölvufærni
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
  • Vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og færni

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um.
Hlutverk Lyfjastofnunar er að tryggja öryggi landsmanna með greiðu aðgengi að lyfjum og lækningatækjum, faglegri þjónustu og hlutlausri upplýsingagjöf byggðri á nýjustu þekkingu. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit  með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun vinna um 70 starfsmenn. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru gæði – traust – þjónusta. Sjá nánari upplýsingar um Lyfjastofnun á vef stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is.

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun og eru laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar veita Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.