Dagskrárstjóri sjónvarps
RÚV
Reykjavík
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum stjórnanda með breiða þekkingu á dagskrárefni og framleiðslu í starf dagskrárstjóra sjónvarps. Dagskrárstjóri leiðir starf dagskrársviðs sjónvarps og tryggir að innkaup og framleiðsla á innlendu og erlendu dagskrárefni séu í samræmi við stefnu RÚV.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á ritstjórn, dagskrá, framleiðslu, innkaupum, mótun og þróun dagskrárstefnu fyrir sjónvarp í samræmi við stefnu og markmið RÚV.
- Ábyrgð á áætlanagerð, rekstri og stjórnun mannauðs.
- Ábyrgð á íþróttaumfjöllun í öllum miðlum ásamt dagskrárefni fyrir börn og ungmenni.
- Ábyrgð á skipulagi samstarfs og samskipta við sjálfstæða framleiðendur og aðra efnisbirgja.
- Eftirlit með árangri og gæðum sjónvarpsefnis sem sent er út í miðlum RÚV og aðgengi að sjónvarpsdagskrá.
- Víðtæk samskipti og samstarf við hagsmunaaðila, s.s. sjálfstæða framleiðendur og aðra hagsmunaaðila sem og erlent samstarf m.a. á vettvangi Nordvision og EBU.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
- Þekking á dagskrárgerð og framleiðslu sjónvarpsefnis.
- Farsæl stjórnunarreynsla, leiðtogafærni og drifkraftur.
- Góð skipulagsfærni, sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun.
- Góð samskiptahæfni og færni til að leiða árangursríka samvinnu.
- Mjög góð íslenskukunnátta og góð almenn tungumálakunnátta.
- Þekking á starfsemi fjölmiðla, menningu og listum.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran, [email protected]. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu Intellecta.
RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að upplýsa og fræða, skerpa skilning og þátttöku í samfélaginu, auka ánægju og hreyfa við fólki á uppbyggilegan hátt.
RÚV kappkostar að bjóða upp á fjölbreytt og framúrskarandi dagskrárefni sem á erindi við landsmenn alla. RÚV tekur virkan þátt í íslensku menningarlífi með því að skapa, miðla og fjalla um öll svið menningar og lista. RÚV sýnir frumkvæði og djörfung í sköpun sinni, miðlun og umfjöllun. Gerð er rík krafa til starfsfólks RÚV um fagmennsku, óhlutdrægni og frjóa hugsun.
Stefna RÚV er að þar starfi fjölbreyttur starfshópur. Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.