Bókari

Sagafilm

Reyjavík

Sagafilm óskar eftir að ráða nákvæman og metnaðarfullan einstakling í starf bókara á fjármálasvið fyrirtækisins. Viðkomandi heyrir undir aðalbókara. Um tímabundið starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með fjárhags-, launa- og viðskiptabókhaldi
  • Umsjón með afstemmingum, árshlutauppgjörum og viðskiptayfirlitum
  • Ábyrgð á lykilundirkerfum fjárhagskerfis
  • Kostnaðargreiningar verkefna og rekstrar ásamt skýrslugerð til stjórnenda
  • Undirbúningur milli uppgjöra fyrir samstæðu og fyrir endurskoðun
  • Þátttaka í þróun verkferla á fjármálasviði


Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Farsæl reynsla af bókhaldi, afstemmingum og uppgjörum
  • Þekking á samstæðureikningsskilum
  • Framúrskarandi Excel kunnátta og reynsla af Business Central
  • Greiningarhæfni og nákvæmni
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Lipurð í samskiptum og jákvætt hugarfar
  • Færni í íslensku og ensku

Sagafilm:
Sagafilm er eitt stærsta og rótgrónasta framleiðslufyrirtæki kvikmynda hérlendis, en það hefur verið starfandi frá 1978. Sögulega hefur fyrirtækið, auk þess að framleiða leiknar kvikmyndir og sjónvarpsefni, framleitt auglýsingar, rekið tækjaleigu og stúdíó og framleitt dagskrárefni fyrir sjónvarp o.fl.
Erlendir aðilar fjárfestu nýverið í félaginu sem hefur aukið fjárhagslegan styrk og getu til að sinna því kjarnahlutverki að framleiða leikið íslenskt efni. Það er búið að straumlínulaga starfsemina, draga úr yfirbyggingu og setja mark á að framleiða leikið efni, auk þess að þjónusta verkefni fyrir erlenda aðila. Það er verið að byggja upp bæði getu og tækjabúnað til að bæta samkeppnisstöðu og styðja við þá áherslubreytingu.

Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2025. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]). Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.