Framendaforritari - React

Viðskiptavinur Intellecta

Reykjavik

Traust og öflugt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða hæfileikaríkan og lausnamiðaðan framendaforritara. Um fullt starf er að ræða í lifandi umhverfi. Tilvalið t.d. fyrir einhvern sem vill breyta til frá hugbúnaðarhúsi og langar í gott starf.


Starfssvið:

  • Þróa og viðhalda nútímalegum og notendavænum veflausnum með React
  • Vinna í þverfaglegu teymi að þróun stafrænna lausna
  • Huga að notendaupplifun og hönnun við þróun vefviðmóta

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegra greina
  • Reynsla af framendaþróun í React
  • Þekking og reynsla af Tailwind CSS er kostur
  • Góð tækniþekking og áhugi á að fylgjast með nýjungum í vefþróun
  • Færni í að einfalda og leysa flókin verkefni 
  • Sjálfstæði og frumkvæði, ásamt því að leggja metnað í vönduð og skiljanleg kóðaskrif
  • Þekking og reynsla af bakendaþróun í .NET er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 17. september 2025, en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. Við kynnum enga umsókn nema með þínu samþykki.

Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon ([email protected]) og Birna Dís Bergsdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.