Starfsmaður í húsvörslu og þrif

Knattspyrnufélagið Valur

Reykjavik

Knattspyrnufélagið Valur óskar eftir duglegum og þjónustulunduðum einstaklingi til að sinna húsvörslu, gæslu og daglegum þrifum í íþróttahúsi félagsins, ásamt þjónustu við iðkendur. Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með að umgangast börn og unglinga. Handlagni er kostur.
Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu með blöndu af dag- og kvöldvöktum ásamt helgarvinnu. Vinnutími vakta er frá 10-18 eða 12-20 og önnur hver helgi. Óskað er eftir að starfsmaður hefji störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg þrif á íþróttahúsinu, t.d. íþróttasölum, göngum, anddyri og búningsklefum
  • Aðstoð við iðkendur, börn og unglinga, og afgreiðsla eftir þörfum
  • Þrif á eldhúsi og umsjón með þvottahúsi
  • Umsjón með búnaði, aðstöðu og tækjum
  • Umsjón með rútu frá frístundaheimilum
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:
  • Sveigjanleiki og góð samskiptafærni, sérstaklega í samskiptum við börn og unglinga
  • Stundvísi, áreiðanleiki og reglusemi
  • Íslenskukunnátta þarf að vera sæmileg
  • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Handlagni er kostur
  • Hreint sakavottorð

Um Val
Valur er eitt sigursælasta íþróttafélag landsins og það sigursælasta þegar tekið er tillit til Íslands- og bikarmeistaratitla í meistaraflokki karla og kvenna í þremur vinsælustu íþróttagreinunum, handknattleik, körfuknattleik og knattspyrnu. Á undanförnum áratugum hefur félagið einbeitt sér að starfi í þessum þremur íþróttagreinum. Valur er félag með ríka hefð fyrir aga, sigurvilja, dugnaði og heilbrigði. Á Hlíðarenda vinna allir að sama markmiði, þ.e. að halda merki Vals hátt á lofti með einkunnarorðunum: Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.

Umsóknarfrestur er til og með 5. október 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar í síma 511-1225