Landsnet
Reyjavík
Framkvæmdastýra/stjóri
Landsnet leitar að framkvæmdastýru/stjóra til að móta nýtt fyrirtæki og stýra því
Spennandi kafli í sögu íslenskra orkuviðskipta er að hefjast með stofnun nýs fyrirtækis sem mun reka heildsölumarkað raforku. Fyrirtækið verður sjálfstætt og þar verður spennandi starf við innleiðingu nýrra aðferða í orkuviðskiptum hérlendis. Heildsölumarkaður raforku skilar neytendum hagkvæmasta verði hverju sinni og verður um leið lykilhlekkur í orkuöryggi og gagnsæi orkuverðs. Við leitum að öflugum, skapandi og lausnamiðuðum einstaklingi til að taka þátt í undirbúningi og rekstri fyrirtækisins.
Framkvæmdastýra/-stjóri sér um undirbúning og innleiðingu heildsölumarkaðar raforku í samstarfi við hagaðila raforkumarkaðarins. Þróun og greiningar vegna hönnunar og innleiðingar heildsölumarkaðar raforku.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, færni í ræðu og riti.
- Frumkvöðlahugsun, leiðtogafærni, samskiptahæfni.
- Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðuð hugsun.
- Þekking og reynsla úr atvinnulífi og viðskiptum.
Allar umsóknir eru trúnaðarmál og þeim verður svarað að ráðningu lokinni. Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran, [email protected] og Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Stjórnunarsviðs Landsnets, [email protected].
Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2022. Umsóknir óskast fylltar út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.