Lyfjastofnun

Reykjavík

Lögfræðingur

Lyfjastofnun óskar eftir að ráða drífandi einstakling í starf lögfræðings. Einstakling sem þrífst á spennandi verkefnum, sýnir frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk þess að eiga auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða fjölbreytt starf á góðum vinnustað. Lögfræðingur starfar á skrifstofu forstjóra þar sem önnur helstu verkefni eru stjórnsýsla, alþjóðlegt samstarf og persónuvernd auk mannauðsmála.

Helstu verkefni:

 • Lögfræðileg ráðgjöf til forstjóra, sviðsstjóra og starfsfólks
 • Afgreiðsla erinda og fyrirspurna frá almenningi og samskipti við stjórnvöld
 • Túlkun og skýring laga og reglugerða og annarra stjórnsýslufyrirmæla
 • Umsjón með dómsmálum og kærum sem snúa að starfssviði stofnunarinnar
 • Undirbúningur og vinna við tillögur að endurskoðun og breytingum á lögum og reglugerðum
 • Þátttaka í nefndarstörfum og vinnuhópum innan og utan stofnunar, ásamt erlendu samstarfi
 • Ábyrgð á innra eftirliti, ráðgjöf og upplýsingagjöf
 • Tengiliður við Persónuvernd og vinna að umbótum í starfsemi Lyfjastofnunar í tengslum við persónuverndarlöggjöf

Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
 • A.m.k. 3 ára starfsreynsla sem lögfræðingur
 • Þekking á stjórnsýslurétti, persónuverndarrétti og Evrópurétti
 • Þekking á löggjöf á sviði lyfja og lækningatækja er kostur
 • Reynsla af gerð umsagna um lögfræðileg málefni
 • Reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu
 • Leiðtogahæfni, ábyrgð og heiðarleiki
 • Mjög góð samskiptahæfni, þjónustulund, jákvæðni og sveigjanleiki
 • Afburða tölvuhæfni, nákvæmni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
 • Teymisvitund, frumkvæði og faglegur metnaður
 • Mjög góð færni í íslensku í töluðu og rituðu máli. Kunnátta í norðurlandamáli er kostur

Lyfjastofnun er eftirsóknarverður vinnustaður sem leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Helstu hlutverk stofnunarinnar eru útgáfa markaðsleyfa og gæðamat, eftirlit með lyfjum og lækningatækjum, vísindaráðgjöf, verð- og greiðsluþátttaka lyfja og upplýsingagjöf. Hjá Lyfjastofnun starfa 86 starfsmenn af sex þjóðernum. Gildi Lyfjastofnunar eru: Gæði – Traust – Þjónusta. Nánari upplýsingar má finna á: www.lyfjastofnun.is

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun og eru laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.


Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Hafdís Ósk Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511 1225