Vinnueftirlitið

Verkefnastjóri

Við leitum að framsæknum og drífandi einstaklingi sem nýtur sín við að leiða fólk til árangurs.
Vinnueftirlitið þróast í takt við örar breytingar á vinnumarkaði og því höfum við samþykkt nýja stefnu og framtíðarsýn til 2028 og nýtt skipulag. Markmið okkar er að stuðla að bættri vellíðan, heilsu og öryggi starfsfólks þannig að allir komi heilir heim.

Nýtt skipulag gerir ráð fyrir sérstakri verkefnastofu þar sem unnið verður að nýsköpun á sviði vinnuverndar ásamt öðrum þróunarverkefnum og innri umbótarverkefnum. Auglýsum við því jafnframt eftir öflugum verkefnastjóra til að leiða verkefnastofuna í samstarfi við sviðsstjóra fólks, upplýsinga og þróunar.

Við leitum að árangursdrifnum, metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi sem nær því besta fram hjá samstarfsfólki. Um er að ræða spennandi starf þar sem áhersla er á teymisvinnu, verkefni og góða þjónustu og er mögulegt að sinna þeim frá starfsstöðvum okkar víðs vegar um landið. Starfið tilheyrir sviði fólks, upplýsinga og þróunar.

Helstu verkefni og ábyrgð er að:

 • Stýra og skipuleggja þau verkefni sem verkefnastofu er falið
 • Bera ábyrgð á gerð áætlunar um framkvæmd verkefnanna þar sem markmið þess, þarfagreining, vörður, samskipti, tímalína og kostnaður eru skilgreind
 • Miðlun og kynning á verkefnum
 • Vera styðjandi og hvetjandi við starfsfólk í teymisvinnu
 • Koma með tillögur að umbótastarfi og þróun

Hæfniskröfur: 
 • Gleði og lausnamiðun
 • Frumkvæði, framsýni og nýsköpunarhugsun
 • Haldbær reynsla í að stýra verkefnum og nýta til þess margvísleg verkfæri verkefnastjórnunar á árangursríkan hátt
 • Þekking og reynsla af farsælli teymisvinnu
 • Drifkraftur og rík þörf til að ná árangri
 • Afburða skipulagsfærni
 • Þjónustumiðuð hugsun
 • Frábær samskiptafærni og færni til að miðla málum
 • Geta til að takast á við áskoranir með jákvæðu hugarfari
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 • Mjög góð þekking og áhugi á upplýsingatækni
 • Þekking á straumlínustjórnun (e. lean management) kostur 
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og nám í verkefnastjórnun eða annað sem miðar að sama marki


Umsóknarfrestur er til 27. júní nk. Senda skal ferilskrá á íslensku og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi til starfsins er rökstudd. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna.  Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.
Vinnueftirlitið er með starfsstöðvar á Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Ísafirði, Selfossi og Sauðárkróki sem og í Reykjanesbæ og Reykjavík, og er mögulegt að sinna þessum störfum frá þeim stöðum.

Hikið ekki við að vera í sambandi við Hildi Ösp Gylfadóttur, sviðsstjóra fólks, upplýsinga og þróunar [email protected]  eða Thelmu Kristínu Kvaran ([email protected]) , ráðgjafa hjá Intellecta til að fá nánari upplýsingar um störfin.

Vinnueftirlitið hefur nýja og metnaðarfulla mannauðsstefnu sem og fjar- og viðverustefnu svo dæmi sé tekið. Komdu til okkar og taktu þátt í að gera góðan vinnustað betri.
Frekari upplýsingar um Vinnueftirlitið má sjá á www.vinnueftirlitid.is