Menntasjóður námsmanna
Reykjavík
Deildarstjóri afgreiðsludeildar
Menntasjóður námsmanna óskar eftir að ráða metnaðarfullan leiðtoga með yfirgripsmikla þekkingu og brennandi áhuga á skjalamálum og rafrænni þjónustu. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á starfsemi deildarinnar
- Ábyrgð á daglegri umsýslu og mótun verklagsreglna um móttöku og meðferð erinda
- Umsjón með skjalavörslu sjóðsins og skilum gagna til Þjóðskjalasafns
- Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna vegna rafrænnar stjórnsýslu og skjalavörslu
- Ábyrgð á innri- og ytri vef MSNM
- Umsjón með útsendingum og skönnun á uppgreiddum skuldabréfum
- Ábyrgð á símsvörun og afgreiðslu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærilegt
- Reynsla af skjalastjórnun er skilyrði og reynsla af notkun rafrænna skjalavistunarkerfa er kostur
- Reynsla af stjórnun og eftirfylgni verkefna er kostur
- Mjög góð tölvufærni
- Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnarmiðuð hugsun
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Fræðagarð stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Hafdís Ósk Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.