Lögfræðingur

Umboðsmaður skuldara

Reykjavik


Umboðsmaður skuldara (UMS) óskar eftir að ráða metnaðarfullan lögfræðing sem vill leggja sitt af mörkum til að bæta líf einstaklinga í fjárhagsvanda. Leitað er að þjónustulunduðum einstaklingi sem vill takast á við krefjandi og mikilvæg verkefni. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 
Hlutverk UMS er að gæta hagsmuna og réttinda fólks í fjárhagsvanda. UMS hefur milligöngu um samskipti og samninga við kröfuhafa með hagsmuni einstaklinga að leiðarljósi og veitir fólki, sem er í verulegum skulda- og greiðsluvanda, endurgjaldslausa aðstoð við að fá yfirsýn á fjármál sín og leita leiða til lausna.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta einstaklinga vegna greiðsluerfiðleika og vinnsla umsókna um úrræði.
  • Afgreiðsla umsókna og ákvarðanataka á grundvelli laga nr. 101/2010 og 9/2014.
  • Umsjón með gerð samninga um greiðsluaðlögun.  
Hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
  • Fullt vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
  • Mjög góð færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Þjónustulund, fagmennska og metnaður í starfi.
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.
  • Talnagleggni, vandvirkni og nákvæmni.
  • Góð greiningarhæfni og þjónustulund.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem tilgreind er ástæða umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.  
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út sbr. 2. gr. reglna nr.1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 
Þau sem uppfylla ofangreindar hæfniskröfur og áhuga hafa á starfinu eru hvött til að senda inn umsókn.
Umsóknarfrestur er til og með 15.08.2025.

Nánari upplýsingar veita
Thelma Kristín Kvaran, ráðgjafi hjá Intellecta ([email protected]) í síma 511 1225 og 
Eygló Kristjánsdóttir, fjármálastjóri ([email protected]) í síma 512 6600