Landhelgisgæsla Íslands

Reykjavik

Vilt þú fljúga með okkur?

Landhelgisgæsla Íslands óskar eftir að ráða jákvæðan og faglegan liðsfélaga í stöðu flugmanns á flugvél. Landhelgisgæslan er með í rekstri og viðhaldi Airbus Super Puma þyrlur og Dash 8 300 flugvél. Starfsemin fer fram bæði á Íslandi og erlendis þar sem flugvélin sinnir verkefnum við landamæraeftirlit.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Gilt EASA Part-FCL atvinnuflugmannsskírteini á flugvél með blindflugsáritun
  • Bóklegu ATPL námi lokið
  • Bóklegt og verklegt námskeið í áhafnarsamstarfi (MCC) lokið
  • Bóklegt og verklegt námskeið í A-UPRT lokið, ef viðkomandi hefur ekki eða áður haft tegundaráritun
  • Gild tegundarréttindi á DHC8 kostur
  • Afburða samskiptahæfni
  • Gott andlegt og líkamlegt atgervi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, hæfni til tjáningar í ræðu og riti
  • Framúrskarandi álags- og streituþol
  • Áhugi á starfsumhverfi og verkefnum Landhelgisgæslunnar
  • Stúdentspróf er skilyrði. Staðfesting á sambærilegri menntun þarf að liggja fyrir frá mennta- og barnamálaráðuneytinu

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Um Landhelgisgæslu Íslands:
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar og ratsjár- og fjarskiptastöðva Atlantshafsbandalagsins.

Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta – Fagmennska.
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.


Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsækjendur skulu einnig skila inn sakavottorði, afriti af vegabréfi, afriti af flugskírteini og gildu læknisvottorði, ásamt afriti af síðustu tveimur blaðsíðum í flugdagbók. Fylgiskjölum skal skilað rafrænt með umsókn, í gegnum tölvupóst ([email protected]) eða útprentuðum á skrifstofu Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, í umslagi merktu viðeigandi starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna vegna starfa flugmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands. Um fullt starf er að ræða. Landhelgisgæslan starfar samkvæmt jafnréttisstefnu og er jafnlaunavottuð. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225