Friðrik A Jónsson

Reykjavík

Sérfræðingur á tækni- og viðhaldssviði

Friðrik A. Jónsson leitar að iðnmenntuðum einstaklingi í starf sérfræðings á tækni- og viðhaldssviði fyrirtækisins. Starfið felst í uppsetningum, viðgerðum og almennu viðhaldi á tækja- og tæknibúnaði.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Uppsetning á sjálfstýringum s.s. kortaplotter, radar, ljósabúnaði, fjarskiptabúnaði og fleiru
 • Uppfærslur og uppsetning á tölvubúnaði, netkerfum, síma- og kallkerfum
 • Lagna- og tengivinna innan- og utandyra
 • Bilanaleit og viðgerðir á raf- og hugbúnaði
 • Tæknileg ráðgjöf um val á búnaði fyrir viðskiptavini

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi, t.d. rafeindavirkjun
 • Almenn þekking á meðhöndlun efna og frágangi við uppsetningar
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
 • Aðlögunarhæfni, sveigjanleiki og jákvæðni
 • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði

Friðrik A Jónsson ehf (FAJ) á sér viðskiptasögu síðan 1942. FAJ er í þjónustu á tæknibúnaði fyrir skip og báta með áherslu á siglingatæki, fiskileitartæki, fjarskiptatæki, ljósabúnað og annan rafeindatæknibúnað. FAJ flytur inn og selur mest af þeim tækjum, ásamt almennum rekstri á þjónustuverkstæði sem sér um uppfærslur, uppsetningar og viðgerðir á rafeindabúnaði.

Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.