Stjörnublikk

Kópavogur

Söluráðgjafi

Stjörnublikk óskar eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf söluráðgjafa í bárujárns- og klæðningadeild. Viðkomandi þarf að vera húsasmiður að mennt og mikla færni  í mannlegum samskiptum. Um fullt starf er að ræða.
 
Helstu verkefni:

  • Ráðgjöf og sala til viðskiptavina
  • Umsjón með pöntunum og tilboðsgerð
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Sambærileg reynsla sem nýtist í starfi er kostur
  • Nám í húsasmíði er skilyrði
  • Kunnátta á AutoCAD er kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Góð skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
 
Um Stjörnublikk:
Stjörnublikk er ein stærsta blikksmiðja landsins. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu og uppsetningu loftræstikerfa, framleiðslu á bárujárni, læstum klæðningum og almennri blikksmíði. 

Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2023. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Frekari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.