Eik fasteignafélag

Reykjavík

Verkefnastjóri á útleigusviði

Eik fasteignafélag óskar eftir að ráða drífandi og sjálfstæðan einstakling í starf verkefnastjóra á útleigusviði. Um er að ræða starf sem heyrir undir framkvæmdastjóra útleigusviðs fyrirtækisins. Leitað er að úrræðagóðum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni.

Helstu verkefni:

 • Þjónusta núverandi og verðandi viðskiptavini og veita faglega ráðgjöf
 • Sýna eignir félagsins
 • Samningagerð út frá þarfagreiningu viðskiptavina
 • Skjalagerð leigusamninga
 • Greina ný viðskiptatækifæri

Menntunar – og hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæði og rík þjónustulund
 • Góð skipulagshæfni og tölvukunnátta
 • Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
 • Greiningarhæfni og nákvæmni
 • Góð almenn íslensku- og enskukunnátta

Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002. Frá stofnun hefur félagið vaxið með áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar og er á meðal stærstu fasteignafélaga landsins. Hlutabréf félagsins eru skráð á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Félagið býður upp á framúrskarandi starfsaðstöðu og góðan starfsanda. Hjá félaginu starfa 34 starfsmenn með fjölbreytta menntun og reynslu á fasteignamarkaði. Markmið þess er að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu og bjóða húsnæðislausnir í takt við mismunandi þarfir.

Sú viðleitni grundvallast á gildum félagsins: fagmennsku, frumkvæði, léttleika og áreiðanleika.

Umsóknarfrestur er til og með ​​​​​​​4. desember 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjenda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.