Ævintýrahönnuður

Amazingtours

Reykjavik

Amazingtours ehf. óskar eftir að ráða ævintýrahönnuð til að hanna og skipuleggja ferðir viðskiptavina um Ísland. Þekking á staðháttum á Íslandi, hugmyndaauðgi og lausnamiðuð hugsun eru á meðal eiginleika sem viðkomandi þarf að búa yfir.

​​​​
Um Amazingtours:

Amazingtours er ferðaþjónustufyrirtæki sem stofnað var árið 2004. Fyrirætkið er leiðandi í rekstri á flóknum fjalla-, ævintýra- og hvataferðum. Amazingtours er skemmtilegur og samheldinn vinnustaður en um vaxandi fyrirtæki er að ræða í miklum uppgangi ferðaþjónustunnar. Skrifstofa fyrirtækisins er í Reykjavík en þar er auk þess verkstæði og flotastöð og gerir Amazingtours út frá Bláskógabyggð þar sem má finna vinsælan veitingastað, tjaldsvæði og skiptistöð fyrir ferðamenn.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Hönnun, undirbúningur, framkvæmd og úrvinnsla ferða um Ísland
 • Tilboðsgerð og bókanir ferða
 • Sala og upplýsingagjöf til viðskiptavina í gegnum síma, tölvupóst og aðrar samskiptaleiðir
 • Samskipti við bílstjóra og leiðsögumenn varðandi framkvæmd ferða
 • Yfirferð reikninga frá birgjum og úrvinnsla fyrir reikningagerð
 • Skráning og utanumhald viðskiptasögu viðskiptavina ásamt skráningu á nýjum viðskiptavinum
 • Önnur störf sem yfirmaður felur starfsmanni

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
 • Reynsla af Bókunarkerfinu „Bókun“ er mjög æskileg
 • Viðtæk þekking á staðháttum á Íslandi ásamt framboði á þjónustu/afþreyingu er nauðsynleg
 • Góð færni í ensku í ræðu og riti og kunnátta í íslensku
 • Góð almenn tölvufærni og grunnþekking í Excel er æskileg
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Góðir söluhæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og fagmennska í síma- og tölvupóstsamskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2024. Umsókn þarf  að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.