Fjármálastjóri

Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins

Reykjavík

Umbra er í spennandi vegferð við að auka samrekstur, bæta tæknilega innviði og ná fram hagræði í upplýsingatækni ríkisins, m.a. með sameiginlegum rekstri og innkaupum á hugbúnaðarleyfum og þjónustu.

Fjármálastjóri
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að annast daglega fjármálastjórn hjá Umbru og vinna að þróun og sjálfvirknivæðingu fjármálaferla. Ef þú ert með bakgrunn í fjármálum og brennandi áhuga á að nýta nýjustu tæknilausnir til að auka skilvirkni þá teljum við að þú sért rétta manneskjan fyrir okkur.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Fjármálastjórn, áætlanagerð, uppgjör og reikningshald
 • Stjórnun á daglegum fjármálatengdum verkefnum og samskipti við Fjársýslu ríkisins sem annast almenna bókhaldsþjónustu og launavinnslu
 • Ábyrgð á umsýslu hugbúnaðarleyfa, en Umbra annast reikningagerð vegna Microsoft og fleiri hugbúnaðarleyfa fyrir stofnanir ríkisins
 • Framþróun á ferlum tengdum fjármálum, þ.m.t. reikningagerð, upplýsingagjöf og uppgjörum
 • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast rekstri Umbru, s.s. aðkoma að mannauðsmálum

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði viðskipta eða fjármála
 • Reynsla og áhugi á fjármálastjórnun
 • Reynsla af reikningshaldi er kostur
 • Góð greiningarhæfni, framsetning og miðlun fjárhagsupplýsinga
 • Drifkraftur, hugmyndaauðgi og lausnamiðuð hugsun
 • Góð samskiptahæfni
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Mjög góð tölvukunnátta

Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins veitir ráðuneytum og stofnunum margvíslega þjónustu á sviði upplýsingatækni og annars sameiginlegs reksturs. Hjá Umbru vinnur fjölbreyttur hópur saman að því að veita framúrskarandi þjónustu í góðu umhverfi. Umbra er ISO 27001 vottuð og starfsmenn eru um 50 talsins. Skrifstofur Umbru eru í Skuggasundi 3.

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2024. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og hlutaðeigandi stéttarfélags. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir ([email protected]) og Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511-1225.