Flugvirkjar

Landhelgisgæsla Íslands

Reykjavík

Viltu vinna í öflugu teymi flugvirkja Landhelgisgæslunnar?
Landhelgisgæsla Íslands leitar að jákvæðum og traustum flugvirkjum sem hafa áhuga á fjölbreyttum og krefjandi verkefnum, sýna frumkvæði og búa yfir ríkri þjónustulund. Sem flugvirki hjá Landhelgisgæslunni verður þú hluti af samhentu teymi sem sinnir viðhaldsvinnu á þyrlum og flugvél Landhelgisgæslunnar. Starfið er fjölbreytt og getur falið í sér störf bæði innanlands og erlendis, ásamt því að vinna á vöktum þegar við á. Aðalstarfsstöðin er á Reykjavíkurflugvelli.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með eftirfarandi menntun, reynslu og eiginleika:

  • Viðurkenndu flugvirkjanámi lokið
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Drifkraftur, jákvæðni og gott álags- og streituþol
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Um Landhelgisgæslu Íslands:
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar og ratsjár- og fjarskiptastöðva Atlantshafsbandalagsins.

Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 240 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks.  Gildi Landhelgisgæslunnar eru:  Öryggi - Þjónusta - Fagmennska  
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is


Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.