FSRE
Reykjavík
Gæðastjóri
FSRE óskar eftir að ráða öflugan einstakling til að leiða ferlaumbætur og þróun nýs gæðakerfis í nýrri stofnun. Verkefnin eru áhugaverð, krefjandi og haldast m.a. í hendur við sameiningu Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) og Ríkiseigna (RE). Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð og umsjón með þróun og uppbyggingu gæðakerfis stofnunarinnar.
- Uppsetning rafrænna gæðaskjala og ferla í samstarfi við önnur svið.
- Viðhald á gæðaskjölum, gæðaáætlun auk innri úttekta.
- Regluleg rýni ferla og verklagsreglna ásamt umbótastarfi á sviði gæðamála.
- Skipulagning og framkvæmd fræðslu um gæðamál.
- Ráðgjöf og stuðningur til stjórnenda og starfsfólks varðandi gæðamál.
- Þátttaka í verkefna- og umbótahópum eftir því sem við á.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. af verk-, raunvísinda eða tæknisviði.
- Viðbótarmenntun á sviði verkefnastjórnunar er kostur.
- Þekking á rekstri gæðastjórnunarkerfa, mótun verkferla og innleiðingu er skilyrði.
- Reynsla og þekking af verkefnastjórnun og skipulagningu umbótaverkefna er kostur.
- Starfsreynsla eða þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Mjög góð tölvukunnátta og þekking á stafrænni þróun tengd ferlamálum er kostur.
- Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað viðhorf.
- Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta.
Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Upplýsingar veita: Thelma Kristin Kvaran ([email protected]) og Hafdís Ósk Pétursdóttir ([email protected]).