FSRE

Reykjavík

Skjala- og upplýsingastjóri

FSRE óskar eftir að ráða ábyrgan, metnaðarfullan og öflugan leiðtoga í starf upplýsinga- og skjalastjóra. Verkefnin felast m.a. í að taka ábyrgð á, þróa og móta stefnu og framtíðarsýn í upplýsinga- og skjalamálum og leiða farsæla innleiðingu á samræmdu verklagi á skráningu, vistun og meðhöndlun gagna. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 
Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ábyrgð og umsjón með upplýsinga- og skjalavistun FSRE og tryggja að hún sé í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og reglur Þjóðskjalasafns.
 • Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu og mótun verklags við upplýsinga- og skjalavistun 
 • Innleiðing skjalastefnu í starfsemi stofnunarinnar og hafa eftirlit með að unnið sé eftir henni.
 • Ábyrgð og umsjón með þróun og uppbyggingu upplýsinga- og skjalastjórnunarkerfis WorkPoint og vistun gagna í ólíkum kerfum/gagnasöfnum.
 • Skipulagning og framkvæmd fræðslu um upplýsinga- og skjalamál.
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk við  upplýsinga- og skjalavistun.
 • Undirbúa og annast afhendingu skjala til Þjóðskjalasafns samkvæmt skjalavistunaráætlun.
 • Þátttaka í umbóta- og samstarfsverkefnum.
 
Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun í upplýsingafræði  eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af upplýsinga- og skjalastjórnun er skilyrði.
 • Þekking og reynsla af notkun rafrænna upplýsinga- og skjalastýringarkerfa er æskileg.
 • Þekking á WorkPoint er kostur.
 • Þekking á Microsoft skýjalausnum er kostur.
 • Reynsla eða þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Reynsla af stjórnun og eftirfylgni verkefna er kostur.
 • Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað viðhorf
 • Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæð vinnubrögð
 • Mjög góð tölvufærni
 • Góð færni í textagerð og framsetningu gagna
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti. Þekking á norðurlandamáli er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. 

Upplýsingar veita: Thelma Kristin Kvaran ([email protected]) og Hafdís Ósk Pétursdóttir ([email protected]).