Sérfræðingur í gatna- og vegahönnun

VSB verkfræðistofa

VSB verkfræðistofa leitar að áhugasömum, sjálfstæðum og drífandi tækni- eða verkfræðingi með sérhæfingu í gatna- og vegahönnun. Í boði eru fjölbreytt verkefni á fjölskylduvænum vinnustað með góðum starfsanda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Hönnun gatna og vega
  • Gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana
  • Verkefnastjórnun
  • Samskipti við samstarfsaðila
  • Önnur tilheyrandi verkefni við undirbúning og eftirfylgni framkvæmda

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Háskólanám á sviði tækni- eða verkfræði
  • Reynsla af hönnun gatna og/eða vega
  • Framúrskarandi þjónustulund
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góða þekking á hugbúnaði (AutoCAD Civil 3D eða sambærilegt)
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti

Fríðindi í starfi:
  • Skemmtilegir vinnufélagar
  • Íþróttastyrkur
  • Sími og símareikningur greiddur af VSB
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Samgöngustyrkur
  • Niðurgreiddur hádegismatur

Um VSB
VSB er fjölhæf verkfræðistofa á sviði skipulags, hönnunar og framkvæmda sem veitir viðskiptavinum ráðgjöf þar sem hagkvæmni, fagmennska og áreiðanleiki eru lykilatriði. VSB hefur aðsetur að Bæjahrauni 20 í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu VSB www.vsb.is.

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.