Vinnustaðagreining finnur vandamál og ónýtt tækifæri
Vandaðar vinnustaðagreiningar gefa gott yfirlit yfir stöðuna á vinnustaðnum á hverjum tíma og hvaða þætti í starfsumhverfinu þarf að leggja áherslu á að bæta, til að hámarks árangur náist.
Starfsfólk hvers fyrirtækis skapar sitt eigið samfélag og menningu. Þar, eins og í öðrum samfélögum, er hægt að finna bæði vandamál og ónýtt tækifæri.
Upplýstar ákvarðanir
Grunnforsenda þess að fyrirtæki skili góðri afkomu er ánægt starfsfólk sem nýtist fyrirtækinu eins vel og verða má. Þessum árangri er ekki hægt að ná fram nema stjórnendur þekki viðhorf starfsfólks síns vel; hver vandamálin eru, hvar tækifærin liggja og hvernig eigi að bregðast við hvorutveggja.
Vinnustaðagreiningar í fjölda ára skapar viðmynd og tækifæri til samanburðar
Intellecta hefur um árabil boðið upp á vandaðar og ítarlegar vinnustaðagreiningar. Áhersla er lögð á að bera kennsl á alla þætti sem krefjast aðgerða og að gefa nákvæma og heildstæða mynd af vinnustaðnum.
Í gagnagrunni Intellecta eru viðmið við önnur fyrirtæki, þannig að glögg mynd fæst af stöðunni í samanburði við aðra.